Nei takk! RÚV á ekki að fara af auglýsingamarkaði!

Það er miklu nær að gera aðrar breytingar á stofnuninni. Þessi breyting er afskaplega slæm. Það er líka hægt að hleypa ST2 og S1 inn í afnotagjaldapeningana. Það er hægt t.a.m. með að því að bjóða út skyldur RÚV. En þá þarf það efni sem framleitt er fyrir þessa peninga að vera í opinni dagskrá! Þá þarf RÚV að ganga í gegnum endurskipulagningu, þetta er stofnun og þar er ekki allt unnið á hagkvæmasta máta tel ég.

Skjár 1 á líklegast ekki marga lífdaga eftir í þessari eins og stöðin er í dag. Kannski mun hún leggjast af eftir jólin. Það er mjög slæmt! En þá yrði einn aðili kominn í einokunarstöðu á ljósvakamarkaði. Auglýsingaverð mun þá hækka verulega og sú verðhækkun mun leggjast á vöruverð í framhaldinu.


mbl.is Skjárinn lækkar efniskostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi yfirlýsing Skjásins segir reyndar það að Skjárinn er ekkert á leiðinni að hætta ef stjórnvöld leiðrétta stöðuna á auglýsingamarkaði. Hættan á að einokunarstaða Jóns Ásgeirs gæti komið upp er því engin. Mér hefur reyndar alltaf fundist þau rök hálf slök frá upphafi.

Af hverju ætti að fara þá leið að bjóða út hlutverk RÚV frekar en að RÚV sinnti þeim bara. Finnst eins sú merka stofnun hafi hins vegar gleymt því hlutverki fyrir löngu og gleymt sér algjörlega í samkeppninni við einkaaðila.

Mér finnst það því augljóst að RÚV væri betur borgið og betur stætt að sinna skildum sínum og hlutverki ef RÚV væri hlýft við því roksrassgati sem auglýsingamarkaðurinn er. Þá væri allavega ekkert til að trufla og rugla þessa stofnun í rýminu lengur.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Ég tel það engu máli skipta hver á Stöð 2 batteríið allt saman, hvort sem það sé Jón Ásgeir, Davíð Oddson eða einhver annar kemur málinu ekkert við!!!

Það sem ég á við er að Eigendur Skjás eins eru ekki eins ríkir í dag og þeir voru fyrir nokkrum vikum síðan. Það er ljóst að þeir verða að stokka allt sitt upp, þar á meðal S1. Ég var reyndar að tala um að S1 á ekki marga lífdaga í þeirri mynd sem stöðin er í dag og kannski hún muni leggjast alveg af eftir áramót, en ég vona ekki!

Og það sem er að rugla þessa stofnun í rýminu er ekki auglýsingamarkaðurinn. Stofnunin er bara ekki nógu vel rekin yfirhöfuð!

Það er rétt hjá þér stofnunin er búin að gleyma hlutverki sínu, þarna innanhúss eru menn sem gera það sem þeim sýnist...

Hallgrímur Egilsson, 27.11.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband