NEI TAKK!!! Engar kosningar

Ég hef engan áhuga á því að sjá okkar "ástkæru" stjórnmálamenn misnota sér ástandið í sína þágu. Því það er það eina sem þeir hafa áhuga á í dag. Að sjá þingmenn VG í gær með ráðherra (ráðfrúr)-stólana í augunum. Það finnst mér ógeðfellt framtíðarsýn.

Af hverju eru svona margir fastir í vitleysunni um kosningar í vor? Ég vil þjóðstjórn með einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki á Alþingi og jafnmarga úr þjóðlífinu til mótvægis við stjórnmálamennina. Og ef við hefðum forseta sem hugsaði um eitthvað annað en partý, þá ætti hann að vera í forsvari fyrir stjórnina... En það er því miður ekki svo. Í staðinn vil ég að forseti hæstaréttar verði þessi maður.

Viðbót: Þetta stjórnskipulag sem ég vil sjá kallast ekki þjóðstjórn... Mér skilst að það kallist Starfsstjórn...


mbl.is „Eigum ekki að óttast þjóðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru einu rökin gegn kosningum, að sá sem þú myndir sjálfur ekki kjósa gæti komist til valda.

Hvers vegna ætti þín skoðun að skipta máli?

Að óttast stjórnmálamenn að misnota eigin aðstöðu með kosningum, þegar núverandi stjórnvöld eru við völd... afsakaðu, hédna, ha?!

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Helgi Hrafn.

Með þjóðstjórn verða núverandi stjórnvöld ekki lengur við völd! Við fáum meiri valddreifingu. Með kosningum fáum við bara millifærslu á völdum frá einum stjórnmálamanninum til annars.

Og hversvegna ætti mín skoðun að skipta máli: Í árferði eins og þessum sem við lifum í í dag er nauðsynlegt að sem flestar hugmyndir komi fram. Og ég tel það ekki sniðugt að við almenningur höldum áfram að gera það sem við gerðum í g-óðærinu að elta bara eina hugmynd... Sú hugmynd var að útrásarvíkingarnir væru hinir nýju Messíasar... hugmyndin sem "allir" elta í dag er sú hugmynd að alþingiskosningar sé nýr Messías...

Hallgrímur Egilsson, 21.1.2009 kl. 22:56

3 Smámynd: Anna Guðný

Ég kaupi alveg rökin þín fyrir ekki kosningnum núna. Ég hef bara ekki skoðað nógu vel hvernig þjóðstjórn virkar.

En óþarfi að blanda forsetanum í þetta, hann sinnir bara því sem hann er kosinn í. Það þarf þá að breyta starfssviði hans. Varla viljum við að hann sjálfur fari að gera það. Hlýtur að þurfa að breyta lögum.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 21.1.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Sæl Anna

Ég blandaði Forsetanum í þetta því einhver verður að vera í forsvari fyrir Þjóðstjórnina. Eðlilegt er að það sé Forseti Íslands, Alla vega verður það að vera einhver sem er "flekklaus", alla vega einhver sem fólk gæti hugsað sér að treysta. Ég tel að ÓRG sé ekki þessi maður.

Hallgrímur Egilsson, 21.1.2009 kl. 23:15

5 identicon

Ókei, ég skal spila með, fáum okkur þjóðstjórn.

Hvernig ákveðum við þjóðstjórn?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:05

6 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Jæja Helgi, ég var ekkert búinn að hugsa út í það hvernig stjórnin yrði skipuð... f.u. að stjórnmálaflokkarnir skipuðu sinn mann sjálfir, líklegast formenn flokkanna.

Ég fór að hugsa: Við höfum hæstarétt. Rétturinn gæti skipað þriggja manna nefnd hæstaréttardómara sem myndir velja þá 5 sem ættu að sitja í þjóðstjórninni og síðan forseti hæstaréttar sem formaður.

Þetta var mín fyrsta hugmynd, ef ég hugsa málið frekar finn ég kannski aðra lausn.

Og auðvitað hef ég einhverja menn í huga til að sitja í þessari stjórn. Fólk sem ég þekki og treysti.

Hallgrímur Egilsson, 22.1.2009 kl. 00:36

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Landinu væri ekki verr stjórnað þótt nemendafélag Seljaskóla tæki að sér starfið í hjáverkum.

Einn maður úr hverjum flokki segirðu? Og hvernig ætlarðu að velja þá?

Annars er þetta tómt mál að tala um, VG verða komnir með ráðherrastóla eftir örfáar vikur, hvort sem þú vilt það eða ekki

Rúnar Þór Þórarinsson, 22.1.2009 kl. 05:03

8 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Þetta stjórnskipulag sem ég vil sjá kallast ekki þjóðstjórn... Mér skilst að það kallist Starfsstjórn...

Rúnar: Það er víst rétt hjá þér. Nemendafélag Seljaskjóla gæti eflaust gert betur en Geir HH og félagar.

Eins og ég kommentaði sjálfur í færslunni á undan þinni, þá velja stjórnmálaflokkarnir sjálfir sína fulltrúa í þessa starfsstjórn. Og eins og þú segir, þá er líklegt að VG fái flesta stólana eftir smá tíma, því miður.

Reyndar hefði ég frekar viljað sjá VG og XD í ríkisstjórn en XD og Samfokkið í upphafi. Ég vil allavega losna við GHH, dýralækninn og Björgvin úr ríkisstjórninni.

Hallgrímur Egilsson, 22.1.2009 kl. 10:18

9 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Og eftir að hafa séð SJS í Kastljósinu í gær, þá er hann greinilega með færri svör en GHH... og ekki er GHH með nein svör. Það eina sem SJS vill er kosningar, þa fær hann hærri laun, einkabílstjóra og fleiri skemmtilega bitlinga...

Hallgrímur Egilsson, 22.1.2009 kl. 10:23

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Bah, hlustaðu nú aftur á viðtalið í heild sinni. Það sem hann gerði ekki var að svara eins og páfagaukur eftir því sem Sigmar gekk á hann. Þú mátt ekki láta glepjast þótt sá sem stýri viðtalinu æsi sig. Hann truflaði SJS, og Geir truflaði hann sömuleiðis í tvígang að ég held við að svara spurningu Geirs um IMF. Það sem SJS var að gera var að svara vitsmunalega með því að taka fyrirvarana fram FYRST en ekki síðar. Hann veit sem er að músarminni fólks gerir það að verkum að eftir að KJARNI svarsins hefur verið sagður er það oft hið eina sem fólk man og skilur.

Kjarninn var að hann myndi beita sér fyrir því að skila láni IMF en ekki fyrr en væri búið að skoða KYRFILEGA hvort aðrar leiðir væru færar. Ekki að prumpa því máli í gegn líkt og Geir hefur gert án þess að tala við t.d. hinar norðurlandaþjóðirnar, sem eru nú frændþjóðir okkar eins og komið hefur fram í t.d. samskiptum okkar við Færeyinga.

Ástæðan fyrir því að Geir og hans klíka vill alls ekki setjast niður með norðmönnum og ræða málin er að þar eru nú við völd samflokksmenn SJS - Norska útgáfan af Vinstri Grænum, og ef þeir legðu okkur lið myndi SJS verða sjálfkrafa milliliður og það myndi reynast VG vel í næstu kosningum.

Og Geir Há Hor Bleh mun fyrr skíta í sínar eigin brækur (aftur) en að bjarga þjóðinni frá framtíðarvítisskuldum sem fela það í sér að maðurinn sem hann hatar - SJS - græði á því pólitískt.

Rúnar Þór Þórarinsson, 22.1.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband