Þetta eru hræðilegar fréttir

Ég hef beðið með mikilli eftirvæntingu eftir nýjasta kattardýrinu frá Apple. Ég verð bara að sætta mig við 6 mánaða bið í viðbót.

- Viðbót: Ég gleymdi að minnast á góðu fréttirnar; Síminn kemur á (USA) markað í júní eins og áætlanir stóðu til. Vonandi get ég þá sótt minn síma um leið og ég næ í nýjasta Köttinn...


mbl.is Útgáfu nýjasta stýrikerfis Apple frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Já, þetta er ekki nógu hresst. Bíð spenntur eftir "Spaces" og hvort þeir hafi bætt ZFS filesysteminu við. Maður er búinn að vera gorta sig af því að vera að fá hinar og þessa tækninýjungar í heimilstölvuna sína hér í vinnunni (eins go D-Trace tólið frá Sun sem kemur í næsta OS X).. maður verður að fara draga í land með þetta allt.

Skrýtið að taka forritarana úr stýrikerfishópnum fyrir símann... mér finnst þetta vondar áherslur :P 

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 13.4.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Ohhh ég sem ætlaði að fá mér makka þegar leopard kæmi. Kaupi hann þá bara strax í staðin fyrir að bíða í 6 mánuði.

Arnór Valdimarsson, 13.4.2007 kl. 11:35

3 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Arnór, þú verður ekki svikinn af Makkanum, drífðu þig

Hallgrímur Egilsson, 13.4.2007 kl. 13:31

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ekki svo hræðilegar. Núverandi OS X stendur sig með prýði og uppfærsla milli kerfa hefur ekki verið dýr fram til þessa (Tiger 12.900 kr). Það skiptir hins vegar mjög miklu máli fyrir apple að fullkomlega takist til með iPhone og því finnst mér þetta skiljanlegt.

Varðandi makkann og gæði hans þá var ég að "uppfæra" iBook frá 2001 (sjá bloggið mitt)

Haraldur Rafn Ingvason, 13.4.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband