Kaldhæðnin við aðild er...

að kröfurnar eru svo miklar, jafnvægið í efnahagsmálum þarf að vera gott. Að þegar við stöndumst kröfurnar, þá höfum við ekkert við aðild að gera!!! og kröfurnar um upptöku Evrunnar eru enn meiri.

Aðild að ESB er ekkert töfratól. Við þurfum að taka svo rækilega til fyrst áðurn en við afhendum fullveldið í hendurnar á Þjóðverjum og nágrönnum. Þeir sem hafa talað mest fyrir Ecrunni eru bankamenn og fleiri sem vilja fá nýtt leikfang í hendurnar.

Ég sé hins vegar ekkert að því að skoða og fá það á hreint hvað ESB aðild muni kosta okkur í peningum og frelsi. Þá munu tölurnar í skoðanakönnunum breytast.

Það hafa þónokkrar kannanir og skýrslur verið gerðar um aðild, en ég tel lítið að marka þær flestar, bæði þær sem eru með og líka þær sem er á móti. Því niðurstöðurnar hafa yfirleitt verið pantaðar fyrirfram.


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Sumir segja að við fáum mikið atvinnuleysi ef við tökum upp evruna eða tengjum krónuna beint.  Afhverju?

Björn Heiðdal, 20.4.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Fyrst; þú talar um EES aðild, en hlýtur að meina ESB aðild.. við erum í EES sem er 3/4 af ESB. Þeir 1/4 sem eftir eru til að teljast full Evrópusambandsaðild þýðir að við munum taka upp gjaldmiðilinn og landbúnaðarstefnuna, þannig að það eina sem breytist í raun er að matvælaverð mun lækka og að við fáum stöðugan gjaldmiðil.

.

Austur-Evrópu löndin sem gengu síðast í ESB voru mörg hver með vonda gjaldmiðla og hátt í 20% vexti eins og við nú, og þeim var hjálpað að komast í betra efnahagslegt form. Það er því ekki eftir neinu að bíða með að sækja um aðild, sérstaklega þar sem krónan er svo stór hluti af vandamálunum í efnahagskerfinu. Með því að ganga í ESB og fá hjálp þeirra við að tengjast evrunni, þá munum við ná þeim markmiðum sem við þurfum til að taka upp evru mun fyrr.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 20.4.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Björn: Ég veit ekki af hverju sumir segja þetta um atvinnuleysið. Kannski er skýringin sú að við náum meiri stöðugleika í atvinnulífið og þennslan minnkar og hagvaxtaraukningin verði minni ... Það gæti verið skýringin, því þegar það gerist þá minnkar öll eftirspurn eftir starfsfólki og þá verður ekki pláss fyrir allt skólafólkið sem kemur á vinnumarkaðinn, nema þá að fyrirtækin hreinsi til og reki eldra starfsfólkið, en niðurstaðan er sú sama. Atvinnuleysi..

Jónas Tryggvi: Rétt hjá þér, ég átti auðvitað við ESB aðild (Ég mun breyta þessu).

En varðandi Austur-Evrópu löndin, þá var það pólitísk ákvörðun að hjálpa þessum löndum að fjarlægjast Rússland. Við fáum ekki sömu aðstoð. Það tel ég alla vega, því Rússarnir anda ekki ofan í hálsmálið hjá okkur.

Og varðandi það að Krónan er stór hluti af vandamálum efnahagskerfisins, þá er ég ósammála þér. Það er hrun Krónunnar sem bjargar bönkunum okkar. Það er hrun Krónunnar sem bjargar útflutningsgreinunum okkar. Bankarnir hafa alltaf talað um að krónan ætti eftir að hrynja og þeir voru búnir að byrgja sig upp af erlendum gjaldmiðli á háu gengi og nú þegar íslenska gengið er hrunið, þá margfaldast eignirnar í þessum erlendu gjaldmiðlum.

Vittu bara til, síðast þegar gengið hrundi þá skiluðu allir bankarnir methagnaði. Ég er ekki að segja að við fáum methagnað núna, en þeir munu allir skila mjög góðum hagnaði.

Hallgrímur Egilsson, 20.4.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Berglind

Humm... ertu ekki að gleyma því að með fullri aðild, krefjast aðildarríkin fulla heimild af veiðilögsugu við Íslands strendur? Þetta er eimitt eitt af því sem aðildarríkin hafa lengi horft girndar augum á hvað varðar kosti Íslands til að ganga í sambandið.

Berglind, 20.4.2008 kl. 13:22

5 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Berglind: Nei, ég er ekki að gleyma því. Ég nenni bara ekki að vera að tyggja sömu slummu og allir aðrir...

Hallgrímur Egilsson, 20.4.2008 kl. 14:19

6 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Jónas, ef þú heldur að það eina sem að landbúnaðarkafli Evrópusambandsins muni hafa í för með sér sé lækkað vöruverð, þá ertu greynilega ekki búinn að kynna þér efnið mjög vel. Landbúnaðarkaflin segir líka að stjórnun á fiskveiðum færist til Brussel. Innganga í Evrópusambandið mun líka þýða það að vendartollar fyrir Íslenskan landbúnað munu falla niður. Niðurfelling tolla skýrir að stórum hluta meinta lækkun á vöruverði. Þá þurfum við að svara þeirri spurningu, viljum við halda úti íslenskum landbúnaði. Við þurfum nefninlega ekki að ganga í ESB til þess að fella niður tollana og þar með lækka vöruverð.

Innganga í ESB er ekkert einfalt mál. Það er ekki nóg að skoða hvernig hlutirnir eru í dag, heldur líka hvernig þeir geta orðið. Eins og hlutirnir eru í dag, þá munum við halda fullum veiðirétti á fiskistofnum hér við land. En það er engin trygging fyrir því að við munum halda því til frambúðar af því að meginreglan segir að allir nýti alla fiskistofna jafnt.

Jóhann Pétur Pétursson, 21.4.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband