Færsluflokkur: Bloggar

Þetta getur ekki verið löglegt...

Að skylda einhvern til að kaupa eitthvað sem hann kannski vill ekki... Ímyndaðu þér að þú sért neyddur til að kaupa þér Prins Polo í hvert skipti sem þú kaupir þér Kókflösku... Þetta er æðislega gott saman, en kannski hef ég ekki áhuga á að kaupa mér súkkulaði, eða borða það.

Það stórkostlegasta við þetta er ástæðan "Einn daginn komu kannski 300 manns í mat og annan daginn 10 manns og maturinn eyðilagðist". Þetta er bara fyndið! Í staðinn fyrir að það komi í ljós af hverju það koma bara 10 manns í mat einn daginn að þá á að neyða alla íbúana á heimavistinni til að bjarga mötuneytinu. Kannski var bara vondur matur í boði þennan dag sem 10 manns komu, eða þá að það var frí í skólanum.


mbl.is Þurfa að kaupa tvær máltíðir á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi ekki...

Það yrði synd ef Owen spilaði ekki meira á næstunni. Snilldarleikmaður! Hann er einn af fáum gæða leikmönnum sem er alltaf (reyndar ekki á móti Arsenal) gaman að fylgjast með.
mbl.is Owen líklega undir hnífinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fór hann á einkaþotu til að taka á móti verðlaunum?

Tækifærissinninn tók á móti verðlaunum... Til hamingju segi ég bara.

Þess væri nú bara óskandi að hægt væri að taka mark á forseta vorum... Ekki geri ég það


mbl.is Forseti Íslands verðlaunaður fyrir baráttu gegn loftlagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæm fyrirsögn hjá blaðamanni

Það er ekki samasem merki á milli mesta hagnaðar og mestra eigna...

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem blaðamenn hlaupa á sig. Líklegast er þetta einhver nýr blaðamaður...

Betri fyrirsögn væri:
"Arsenal hagnaðist mest allra liða á Englandi"


mbl.is Arsenal er orðið ríkasta félag Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20 vikna sónar í morgun

Það er strákur, skv sónarnum á hann a koma í heiminn 12. febrúar. En ég hef trú á að hann komi aðeins fyrr... kannski þann 7.

Mikil hamingja :D


sammála...

Þegar einn leikmaður er orðinn stærri en klúbburinn (sbr. Viera á sínum tíma) er best að hann fari. Það kemur alltaf maður í manns stað, þeir sem hugsa öðruvísi eru heimskir. Ég vona bara að Wenger nái að halda Cesc minni en klúbbnum í nokkur ár enn...
mbl.is Fabregas: Tilbúinn að spila með Arsenal næsta áratuginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grái fiðringurinn...?

Ég veit það ekki, en karlmaður á fimmtugsaldri... Bandarískur sportbíll... hmmm.

Kannski var þett bíll sem sonur hans á, hvað veit ég... Þetta eru allt saman hugrenningar...


mbl.is Eldur kviknaði í bíl á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærri gerast fréttirnar varla...

Ég veit varla hvað á að skrifa meira...
mbl.is Eiður í 19 manna hópi Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi...

... svona á maður aldrei að hugsa. Ég hef ekki gaman af að vinna ef hitt liðið er lélegra... Skemmtilegast er að vinna ef mitt lið er betra...

Nú fæ ég einhver komment um þetta...

Ég hef alltaf verið hrifinn af John Terry og var alltaf að vona að hann kæmi yfir til Arsenal til að taka við af Tony Adams. Ef hann og Carvalho kæmu væri liðið orðið fullkomið. Terry tæki stöðu Senderos og Carvalho færi í hægri bakvörðinn. En líkurnar á þessu eru rosalega litlar, þrátt fyrir það er alltaf gaman að láta sig dreyma :)


mbl.is Verður flótti frá Chelsea?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta er rétt...

að Jónas hafi komið bátnum undan... þá sýnir það bara hversu mikinn SORA karakter maðurinn hefur.
mbl.is Kærður fyrir að hafa selt skemmtibátinn Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband