"... margt meira gefandi en peningar"

Það er alveg rétt. Má þar kannski nefna að eiga mat í ísskápnum, borga húsnæðislánin, kaupa ný föt á börnin sín, að geta leyft sér það að fara í sumarfrí og svona má lengi telja.

Að vinna með börnum er afskaplega gefandi, bros á ánægðu andliti eða lítið knús er bara næring fyrir sálina en setur ekki mat á diskinn.


mbl.is Eiga laun leikskólakennara að vera hærri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi kona á örugglega mann í hálaunastarfi og áttar sig ekki á því að það er ekki hægt að lifa á þessum lúsarlaunum.

Dídí (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Dídí, ég held nú að hún sé fyrst og fremst bara að reyna að bæta úr manneklunni á leikskólanum sínum og öðrum. Þeir sem að vinna á leikskólum gera það fæstir launana vegna og allir gera þeir sér grein fyrir því að það er meira en að segja það að lifa á þessum launum. 

Það sem hún var að gera var einfaldlega að benda á að það er frábært að vinna á leikskóla, þrátt fyrir að launin séu léleg. 

Egill Óskarsson, 16.8.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Elías Theódórsson

Það væri óskandi að þjóðfélagið viðurkenni foreldra sem uppalaendur. Hvernig stuðning fá foreldrar sem kjósa að ala upp sín börn sjálf og nýta sér ekki niðurgreiddar uppeldistofnanir?

Elías Theódórsson, 17.8.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband