Líst ekki á þessa þróun

En mér líst samt vel á að selja bjór og léttvín í verslunum.
En að selja Euroshopper bjór líst mér ekki vel á. Euroshopper vörurnar eru ekki allar góðar. Ég treysti ekki gæðunum. Þegar ég fer í Bónus og get valið á milli Euroshoppervöru og einhverrar annarar, vel ég undantekningarlaust hina vöruna. Ég prófaði þetta Euroshopper drasl nokkrum sinnum, en endaði alltaf á að henda henni. Því mér fannst hún ekki góð.

Ég mun ekki versla Euroshopper bjór og ekki heldur Krónubjór. Ég vil vita hvaðan bjórinn kemur án þess að þurfa að leita í smáa letrinu á dósinni.


mbl.is Í startholunum með Euroshopper-bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Örn

Mikið af euroshoppervörunum eru framleiddar í frekar stórum verksmiðjum sem framleiða fyrir nokkur merki t.d. niðursuðuvörurnar. Þá er sama afurðin einfaldlega látin í mismunandi umbúðir.

Annars er euroshopper bjórinn Hollenskur.

Steinar Örn, 18.10.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Það er nú enginn gæðastimplli að varan sé framleidd í stórri verksmiðju... Varan er fyrst og fremst framleidd til að vera ódýr.

Hallgrímur Egilsson, 18.10.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband