Er ekki í lagi með háttvirtan þingmann?

Ég hef ekki orðið jafn reiður út í nokkurn stjórnmálamann lengi!

Það er stungið upp á að einu félagi sem karlar eru ráðandi í sé boðin þátttaka í jafnréttisráði. Á sama tíma er stungið upp á að 5 af 7 félögum í jafnréttisráði þar sem konur eru ráðandi afl... Femínistafélagið, Kvenfélagasambandið, Kvenréttindafélagið, Stígamót og Kvennaathvarfið fái að tilnefna í ráðið. Auk þeirra eru það aðilar vinnumarkaðarins og Samband sveitarfélag.

Ég tel það fullljóst að Kolbrún hafi engan áhuga á jafnrétti... Bara kvenrétti.

Svona ummæli eru vel til þess fallin að auka bilið á milli kynjanna.

Í Jafnréttisráði eiga sæti 6 konur og 3 karlar:

Hildur Jónsdóttir, formaður
Maríanna Traustadóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
Þórveig Þormóðsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
Una María Óskarsdóttir, tilnefnd af Kvenfélagasambandi Íslands
Þorbjörg I. Jónsdóttir, tilnefnd af Kvenréttindafélagi Íslands
Svandís Svavarsdóttir, tilnefnd af Sambandi ísl. sveitarfélaga

Björn Rögnvaldsson, tilnefndur af fjármálaráðuneyti
Ólafur Pétur Pálsson, tilnefndur af Háskóla Íslands
Hörður Vilberg, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins

Er jafnrétti í jafnréttisráði?


mbl.is Krefa þingmann um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður spyr sig, styður hún raunverulegt jafnrétti?

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það blasir við, að svo er ekki. Ekkert er jafnréttið í þessu ráði. Ekkert er réttlætið í huga Kolbrúnar Halldórsdóttur.

Viðar Freyr Guðmundsson, 18.1.2008 kl. 13:25

3 identicon

Ég er að fara að stofna jafnréttindafélag á næstunni, þú getur skoðað málið á bloggsíðunni minni.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 15:18

4 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Sæll Óli, ég var búinn að tékka á síðunni hjá þér og stefni á að mæta...

Jafnrétti er ekki einstefna!

Halli

Hallgrímur Egilsson, 18.1.2008 kl. 15:46

5 identicon

Glæsilegt, hlakka til að sjá sem flesta.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 17:03

6 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Það er ótrúlegt að þingmenn skuli ræða um skipan í nefndir af eins miklu þekkingarleysi og Kolbrún gerir hér með þessum hætti. Hún gerir lítið úr einu stærsta kynjamisrétti sem ríkir hér í okkar samfélagi en það er hvernig farið er með feður sem áhuga hafa á að umgangast og bera ábyrgð á börnum sínum eftir skilnað.
Það væri gaman að vita hvort þetta sé almennt stefna Vinstri grænna í jafnréttismálum, þ.e. að konur eigi að eiga meiri rétt en karlar.

Sigurður Haukur Gíslason, 19.1.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband