Færsluflokkur: Bloggar

Viðbjóðslegt

Þarf ekki að segja meira
mbl.is Ísraelsher beitti fyrir sig óbreyttum borgurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"EINN" Allra ótrúlegasti úrslitaleikur Meistaradeildarinnar...

Var þann 26. maí 1999.

Bayern Munchen vs. ManUtd

Það vita nú allir (flestir) hvernig sá leikur fór, ManUtd skorar tvö mörk í uppbótartíma og nær að stela sigrinum...

Þessi dagur (26. maí) á sér sögu hjá Arsenal aðdáendum, við köllum þennan dag "St. Michael Thomas day".

En án þess að taka heiðurinn frá Gerrard og félögum sem gerðu frábæra hluti á móti Milan, þá verð ég að segja að ManUtd hafi vinninginn.


mbl.is Berlusconi vill ná fram hefndum gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju... ég!

Ég bara verð að koma þessu frá mér...

Kl: 11:30 var ég að skrifa undir sameiginlega forsjá yfir syni mínum. Strákurinn hefur núna búið hjá mér í rúm þrjú ár og núna er baráttunni loksins lokið (7-9-13). Þetta er búið að vera erfiður tími, barnsmóðir mín hefur ekki viljað skrifa undir forsjá nema ég afsali mér meðlagsréttindum, sem ég gerði reyndar fyrsta árið, en eftir það hefur hún haft forsjána ein, strákurinn haft lögheimili hjá mér en móðirin ekki viljað (eða ekki getað) borgað meðlag.

Til þess að sleppa við dómstóla leiðina varð ég að gefa eftir meirihlutann af mínum meðlagskröfum, fæ 4 mánuði í staðinn fyrir 12 sem ég get sótt um skv. lögum, en samt mun það ekki duga til að greiða lögmannskostnaðinn.

En hvað um það ég er mjög ánægður með þessi málalok, nú er þessu lokið.

Réttlætinu er fullnægt (hluti af því alla vega)


Þetta eru hræðilegar fréttir

Ég hef beðið með mikilli eftirvæntingu eftir nýjasta kattardýrinu frá Apple. Ég verð bara að sætta mig við 6 mánaða bið í viðbót.

- Viðbót: Ég gleymdi að minnast á góðu fréttirnar; Síminn kemur á (USA) markað í júní eins og áætlanir stóðu til. Vonandi get ég þá sótt minn síma um leið og ég næ í nýjasta Köttinn...


mbl.is Útgáfu nýjasta stýrikerfis Apple frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú mátt... þú mátt ekki... þú átt að hlýða...

Upphaflega þá voru páskarnir ekki kristin hátíð. Páskarnir voru heiðin hátíð vorkomunnar. Síðar meir voru Páskarnir (og eru enn í dag) hátíð gyðinga, því Móses leiddi landa sína frá Egyptalandi.

Kristni á ekki einkaleyfi á þessum degi og á ekki að komast upp með að stjórna því hvað við megum og megum ekki gera á þessum degi. Ég er frjálslyndur, ég er á móti forsjárhyggju stjórnvalda og ég vil aðskilnað kirkju og ríkis.

Í fjölmenningarlegu þjóðfélagi, sem Ísland er sannarlega í dag, á svona lagað ekki að líðast. Það er jú helsti styrkur mannkyns hve vel okkur gengur að aðlagast. Því er það furðulegt að í dag er okkur meinað að þróast, en við gerum það þrátt fyrir allt.


Álverið í Straumsvík

Ég hef ýmislegt sagt um þetta mál. En ég hef aldrei gert það upp við mig hvort ég hefði stutt stækkunina, byggi ég í Firðinum. Ég hef fundið rök fyrir báðum hliðum málsins. Rök sem ég fellst á og hef ég haldið tilfinningum í burtu frá málinu.

Á móti stækkun:
Þetta er ein ljótasta bygging sem völ er á. - Það er reyndar til einföld lausn við þessu. Girða pleisið af með trjágróðri og hleðsum. Meira hefur verið gert af minna tilefni.
Of mikið af orkuforða Íslendinga verður bundinn einhæfri álframleiðslu, í of langan tíma. Þetta atriði finnst mér vega allra þyngst.

Með stækkun
Álverið er orðið gamalt, nýtt álver er hagkvæmara á allan hátt.
Ef Alcan vill byggja 500.000 tonna álver á Íslandi, þá munu þeir gera það. Nóg er af stöðum sem vilja fá álver til sín. Þá er hagkvæmara að gera það í Hafnarfirði, Það er allt til staðar.


Einn ein Copy - Paste "fréttin"

Hvað er málið með blaðamenn í dag? Er allur metnaður horfinn? Telja þessir blaðamenn að það sé nóg að kópera fréttatilkynningar og skrá það síðan sem frétt?

Fyrir utan það þá er þetta bara hálf "frétt"...
Var ekki hægt að segja hver keypti hlutinn af Sundi í Gretti?
Hvert er kaupverðið?
Hvað var hagnaður Grettis (Björgólfsfeðga) af sölunni mikill?

Svona má halda áfram


mbl.is Björgólfsfeðgar selja hlut sinn í TM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur verður af aurum api

Fékk þennan málshátt úr páskaeggi í vinnunni. Og varð strax hugsað út í hvernig hægt sé að afbaka hann.

"Margur verður af súkkulaði feitur!"

En ég efast um að Nói setji hann inn í eggin sín...


Þetta eru frekar skrítnar tölur

Að taka kostnað vegna þátttöku okkar í Alþjóða hvalveiðiráðinu (Alþjóða hval-friðunarráðinu) og Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu með í kostnað vegna hvalveiða... Það finnst mér furðulegt.

Ég er að skoða þessa skýrslu og finnst hún frekar "þunn"...


mbl.is Kostnaður hins opinbera vegna hvalveiða 748,8 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki alveg að skilja...

Ég er ekki lögfróður maður, en ég skil þetta ekki alveg. Ég reyni samt.

Vegna þess að ekki er hægt að refsa mönnum fyrir lögbrot, þá eru þeir saklausir... Þá skiptir það engu máli hvort lögbrot hafi verið framið eður ei. Ég get ekki skilið þessi orð Gests Jónssonar betur en þetta.

Og annað í þessari grein vakti einnig áhuga minn: "Sagði Gestur að aldrei hefði verið dæmt hér á landi á grundvelli 104. greinar hlutafélagalaga og aldrei ákært, ekki heldur í Danmörku, þar sem sama regla væri til. Sýkna ætti Jón Ásgeir af öllum refsikröfum á grundvelli 104. hlutafjárlaga."
Á að sýkna Jón Ásgeir af ákæruliðunum af því að það hefur aldrei verið ákært áður á grundvelli þessara laga, og þar af leiðandi aldrei dæmt?

Og annað: "Gestur sagði að lán í skilgreiningu laganna væri það þegar fjármunir væru afhendir án nokkurra annarra skilyrða en að þeir verði endurgreiddir. Um leið og önnur skilyrði fylgdu, svo sem um að viðtakandi eigi að nota féð í tilteknum tilgangi, t.d. til að kaupa nýtt hlutafé, væri þetta orðið þáttur í viðskiptum og skilgreiningin félli úr gildi."
Þannig að ef ég tek "lán" til að borga yfirdráttinn og ég fæ "lánið" með þessu skilyrði... Er það þá ekki "lán" lengur?

Ég er ekki alveg að skilja…


mbl.is Segir refsiheimildir ekki fyrir hendi í hlutafélagalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband