Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 23.6.2007 | 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég man þá tíð að Mogginn var hrokafyllsti fjölmiðill landsins, og átti reyndar innistæðu fyrir því. Allt var yfirlesið. Og oft á tíðum svo vel að jaðraði við ritskoðun. Ekki mátti sjást eitt erlent orð, eða sletta í blaðinu, hvorki í ritstjórnarefni eða auglýsingum. En síðan kom Fréttablaðið og Mogginn fór að spara.
Hér á Moggablogginu er boðið upp á villuleit, fá blaðamenn Moggans ekki villuleit líka í boði Púka?
"28 ára gamall Íslandingur hefur verið handtekinn með fíkniefni í Brasilíu..."
ÍslAndingur, þarna á að standa Íslendingur...
Gæðunum á Mogganum hefur hrakað rosalega mikið og er ég ekki sá eini sem tek eftir því.
http://www.heimur.is/heimur/pistlar/details1_pistlarsida/?cat_id=38114&ew_0_a_id=283920
En hvað fréttina varðar, þá má þessi gaur )og hinir 2 sem gista fangelsin í Brasilíu líka) taka út síðan refsingu í Brasilíu. Ég vona bara innilega að Utanríkisráðuneytið sé á sama máli og ég. Og reyni ekki að fá þá framselda til Íslands.
Íslendingur tekinn með fíkniefni í Brasilíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.6.2007 | 09:24 (breytt kl. 09:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Regla Wengers er að semja ekki til lengri tíma en eins árs í senn við þá leikmenn sem ná þeim aldri. Henry fengi undanþágu frá þessari reglu. EF Henry er að fara til Spánar, þá er hefur hann verið seldur, hann er ekki að fara að eigin ósk. Nema þá Wenger sé líka að fara. Henry hefur gefið það út að hann vilji enda ferilinn hjá Arsenal. Síðar bætti hann því við að hann myndi vera hjá Arsenal meðan Wenger væri þar. Er Wenger þá að fara líka? Hvað framtíðin ber í skauti sér verður bara að koma í ljós. Hvort sem Henry fer eða ekki.
Sá tími mun koma að Henry hættir hjá Arsenal, hvort sem hann mun verða seldur eða leggi skóna á hilluna, þá mun maður koma í manns stað. Enginn maður er stærri en klúbburinn, þó svo að í þessu tilfelli líta flestir á að Henry sé klúbburinn.
Miðað við skipulag spilamennsku Arsenal, þá hefur hún snúist um Henry. Ef (þegar) hann fer mun spilamennskan breytast og aðrir menn taka við kyndlinum. Framtíðin er björt hjá Arsenal, liði sem gæti stillt upp 2 liðum og bæði endað í topp 5 (kvót í stjóra Liverpool frá því í vetur).
Áfram Arsenal
Nokkrar staðreyndir um Thierry Henry | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.6.2007 | 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Guðana bænum hættu þessu. Ég sá þig í Kastljósinu í gær misþyrma góðu lagi. Þú ert ekki góður söngvari!
Síðan ættiru að íhuga aðra hárgreiðslu, það er farið að sjást að hárið á þér er farið að þynnast. Sítt þunnt hár er ekki flott!
Geir á góða vini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.6.2007 | 08:39 (breytt kl. 09:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skemmdarverk unnin á vinnuvélum í Álafosskvos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.5.2007 | 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það má ekki gleyma því að þeir erlendu starfsmenn sem búa þarna eru hingað komnir til að vinna, þeir nota þetta húsnæði meira og minna sem svefnstað. Og þá oft í skamman tíma í senn. Mér finndist það glapræði að ætlast til þess að menn sem eru hingað komnir til að vinna í nokkra mánuði verði látnir skrifa undir (og standa síðan við) langtíma leigusamning...
Mér finnst þessi leiga rosalega dýr á fermetrann, Sem betur fer er ég ekki að borga 500.000 á mánuði fyrir þessa 100m2 íbúð sem ég er í.
Þarna búa 42 manns - 37 á vegum Intjob og 5 aðrir... samtals 42. Og þrátt fyrir að fólki finnist það slæmt að 10 manns deili einu klósetti (42 manns deilt með 4 klósettum) þá eru til gistiheimili sem bjóða ferðamönnum sem koma til landsins upp á svipað hlutfall, kannski ekki nákvæmlega það sama en svipað. Ég var að lesa um eitt gistiheimili sem hefur 14 herbergi, eins manns, tveggja eða þriggja manna og jafnvel fjölskylduherbergi, öll án klósetts, það er geymt í kjallaranum (Gistiheimilið tiltók ekki hversu mörg baðherbergin eru - en það/þau eru í kjallaranum).
En ég býð eftir að Kompás haldi áfram með lækkun virðisaukaskattsins... Hamri á þeim fyrirtækjum sem lækkuðu ekki (eða lækkuðu bara í skamman tíma - eins og Stöð 2) og geri eins og þeir hafa gert í fyrri málum.
Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.4.2007 | 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 20.4.2007 | 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögreglustjóri er spurður hvort hugsanlegt sé að einhver hafi kveikt í... Auðvitað svarar hann því að það sé mögulegt, hann veit ekki hvað gerðist, þannig að auðvitað mun hann rannsaka hvort sú sé raunin. Brunabótamat húseignarinnar við Austurstræti 22 er rúmlega 81 milljón, fasteignamatið er rúmlega 134 milljónir og söluverðmætið er örugglega hærra en það. Hver ætti að græða á því að kveikja í? Ekki eigandinn alla vega, hann fengi miklu meiri peninga við sölu á eigninni en nokkru sinni úr tryggingum.
Hérna er Mogginn einungis að fóðra Gróu til þess að selja fleiri blöð. "Íkveikja...." selur betur en "Ekki vitað..." En þetta er óábyrg fyrirsögn.
Íkveikja ekki útilokuð í rannsókninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.4.2007 | 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru margir sem halda að öll ferðaþjónustufyrirtækin fari á hausinn við að það veiða hvali. Að við séum að fórna meiru fyrir minna (ferðaþjónustunni fyrir hvalveiðar). En við erum ekki að því. Raunin er sú að frá því að vísindaveiðarnar hófust sumarið 2003 hefur farþegum í hvalaskoðun fjölgað um rúm 23%. Ferðamönnum til Íslands hefur fjölgað um tæp 32% og Gjaldeyristekjur af ferðamönnum hafa aukist um rúm 25%. Þetta eru allt saman opinberar tölur!
Þetta er rosaleg fórn sem við erum að færa fyrir nokkra hvali, við fáum alltaf fleiri og fleiri ferðamenn til landsins. Hver veit kannski eru þeir hingað komnir til að sjá "síðasta" hvalinn... Það væri ein leið til að fá fleiri ferðamenn hingað... "Are you going to be the last to see a live whale in the ocean? Come quickly before they are all dead and buried!" Hver hefði ekki viljað sjá "síðustu" risaeðluna?
Því er reyndar ekki hægt að neita að fyrirtækin okkar í útflutningi finna mest fyrir mótmælum gegn hvalveiðum, hvort það hafi áhrif á viðskipti þeirra, veit ég ekki. En þau þurfa samt að leggja til tíma og fé til að verja sig.
Ef hvalveiðar eru ekki hagkvæmar þá verður þeim sjálf hætt, það er staðreynd. Þó að ekki sé búið að selja allt hvalkjötið sem veitt hefur verið undanfarin ár þá er ekki þar með sagt að það verði ekki hægt að selja það hvalkjöt sem við eigum eftir að veiða á komandi árum. Og ef það er rétt sem sumir segja að fæðuskortur sé orðið mikið vandamál í höfunum að við á landi erum farin að finna fyrir honum, m.a. í ágangi máfsins á Tjörninni og misheppnuðu varpi kríunnar og fleiri fugla. Þá ber okkur skylda til að viða sem mest af sem flestum tegundum úr sjónum, ekki bara þorska.
Leyfi gefin út fyrir vísindahvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.4.2007 | 10:42 (breytt kl. 10:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn hækka hlutabréf í kauphöllinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.4.2007 | 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar