Færsluflokkur: Bloggar

"... margt meira gefandi en peningar"

Það er alveg rétt. Má þar kannski nefna að eiga mat í ísskápnum, borga húsnæðislánin, kaupa ný föt á börnin sín, að geta leyft sér það að fara í sumarfrí og svona má lengi telja.

Að vinna með börnum er afskaplega gefandi, bros á ánægðu andliti eða lítið knús er bara næring fyrir sálina en setur ekki mat á diskinn.


mbl.is Eiga laun leikskólakennara að vera hærri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott skífa

Flott og smekkleg skífa. Allt annað en hroðbjóðurinn á Akureyri.
mbl.is Bílastæðaskífur fyrir visthæfa bíla klárast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráða bankarnir við íbúðalánin...

Ég tel að bankarnir hafi verið of "gjafmildir" á húsnæðislánin í byrjun og hafa þannig skaðað markaðinn. Sem dæmi um það eru nýju vextirnir á húsnæðislánunum sem eru nú orðið miklu hærri en þegar bankarnir komu inn á markaðinn.

Ég vil fara að sjá alvöru samkeppni, ég vil sjá erlenda banka hérna.


mbl.is Kaupþing hækkar vexti á nýjum Íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrif vegna sumarleyfa að koma fram...

Eða hvað.

Vísitala íbúðaverðs hefur alltaf lækkað örlítið á sumrin.


mbl.is Þinglýstum kaupsamningum fækkar heldur á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Gréta?

Hans er fundinn, en hvar er systir hans...
mbl.is Yfirgefinn af foreldrum í ókunnu landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komið nóg af fréttum af þessum vitleysingum...

Ég skora á fjölmiðla landsins að hætta að láta þessa "síbrotamenn" hafa sig að fíflum. Hvað er næst hjá þessum hópi fólks... sprengingar... Þau eru alla vega byrjuð á skemmdarverkum.
mbl.is Aðgerðarsinnar mótmæla við álverið í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að skylda alla sem er "á móti" að finna eitthvað í staðinn...

Það er nú argasta vitleysa!

Ég er á móti því að reisa olíuhreinsunarstöðvar á Íslandi, en ef fólk verður að láta aðra hugsa fyrir sig - þá ætti það fólk að leggjast inn á klepp, með fullri virðingu fyrir þeim sem þar eru fyrir...


mbl.is „Útséð með sjávarútveginn í bili"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað með það...

Áfengi er munaðarvara, ekki nauðsynjavara. Auðvitað á að skattleggja munaðarvörur hærra en nauðsynjavörur. Auðvitað eiga þær að vera dýrari.

Ég vil miklu frekar sjá verð á nauðsynjavörum, t.a.m. lyfjum lækkað. Losna við verndartolla og innflutningskvóta á t.a.m. landbúnaðarvörum. Auka samkeppni í áfengisverslun og gera aðgengi að áfengi betra. Síðan mætti hugsa sér að lækka áfengisverðið, ekki fyrr.

Mér finnst gott að fá mér léttvín með matnum, nú eða vodkasnapsinn eftir mat. En samt finnst mér vatnið alltaf best.


mbl.is Áfengisverð 126% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafngreinið ökuníðinga

Hvar er Gula pressan núna. Eftir alla umræðuna undanfarnar vikur um hraðakstur má alveg fara að taka upp þann sið að nafngreina ökuníðingana.

Svona fífl sem eru valdir að slysum og stinga af mega alveg missa ökutækin sín.


mbl.is Árekstur á Vesturlandsvegi vegna ógætilegs framúraksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farinn...

"Ég get ekki tekið þá áhættu að vera áfram án Arsene Wenger og David Dein", sagði Henry í kveðjubréfi sínu sem birt er í The Sun.

Maður kemur í manns stað. En Henry er Guð í augum Arsenal aðdáenda, því verður mjög erfitt að finna einhvern í staðinn fyrir hann. Ef Henry losnar við öll meiðsli næsta vetur verður hann kjörinn Knattspyrnumaður ársins hjá flest öllum sem standa fyrir því kjöri.

Ég er reyndar dauðfeginn því að hann fór til Barca sem er liðið "mitt" á Spáni. Hann hafði gefið það út áður að það væri eina liðið sem hann vildi spila með utan Arsenal, vegna spilamennsku þeirra og leikvangsins.

Áfram Arsenal

Síðan mega blaðamenn MBL fara að vanda sig mikið betur... Alltof mikið af villum í svona stuttri grein. Um að gera að flýta sér að skrifa fréttina skítt með það hveru margar stafsetningavillur eru í henni.

Henry gengt... á að vera gengst
mámnudaginn... á að vera mánudaginn
og eftir hana mun að skrifa... á að vera og eftir hana mun hann skrifa
Börsngar... á að vera Börsungar
Ég er alveg snnfærður... á að vera sannfærður


mbl.is Arsenal og Henry staðfesta félagaskiptin til Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband